Við viljum byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin í leikskólann okkar.

Podobne dokumenty
Velkomin. Zapraszamy. til samstarfs um leikskólabarnið! Ciebie i twojego przedszkolaka do współpracy! Pólska. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundasvið

Q1 Barninu mínu líður vel í skólanum.(moje dziecko czuje się dobrze w szkole - My child enjoys staying at the school)

Við og börnin okkar. My i nasze dzieci. Ministerstwo Spraw Socjalnych. Miasto Reykjavik. Reykjavík 2012

Tvö þrjú fjögur tungumál? Dwa trzy cztery języki?

Skólabúðir á Reykjum - upplýsingar á pólsku Emilia Mlynska

Við og börnin okkar. My i nasze dzieci. Hvert get ég leitað? Gdzie mogę się zwrócić o pomoc?

Co mówią obcokrajowcy mieszkający w Reykjaviku?

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy. Réttindi og kjör erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

AÐALNÁMSKRÁ LEIKSKÓLA 2011 ( kafli)

2. kafli Eðli lífsins - Istota ycia

Áttundi Grænfáninn til Lýsuhólsskóla Þann 24. nóvember flögguðu nemendur og starfsfólk Grunnskóla

Baldur í slipp í október. Safnamálin skýrast. Góð heimsókn í GSS. Gullbrá og birnirnir þrír

Réttur þinn Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Réttur þinn Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Polityka zapobiegania mobbingowi, molestowaniu i przemocy

5 kafli Ljós - wiato. Orðaforði bls hugtak merking termin polski definicja. inwersja rozproszona

HH kaupir nýtt Rifsnes. Grindhvalir syntu á land

Sérfræðiþjónusta: starfsviðmið forvarna

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Mogadon 5 mg töflur nítrazepam

þegar Fjöl menningarhátíðin

PIERWSZE KROKI. Polski NA ISLANDII. Pólska. Broszura informacyjna dla cudzoziemców osiedlających się na Islandii

III. Niðurstöður í hnotskurn Podsumowanie ankiety

Einn - Einn - Tveir dagurinn

Orlofshús vest.is. Vouchery na przeloty Icelandair. verð ur það sama og síð ustu fjögur sumur.

Þjóðhátíðardagurinn í Snæfellsbæ

Hér vantar upplýsingar á pólsku

10 ára afmæli Grunnskóla Snæfellsbæjar

Pólskur og íslenskur orðaforði leikskólabarna sem eiga pólsku að móðurmáli

Fyrstu nemendur 5 ára leikskólans Álfabergs ásamt hluta starfsfólksins. Túnhvammur fegurst gatna. Kvenlegt fegurðarskyn á görðum bæjarbúa

Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2014

Samkomulag við launanefnd ríkisins - þín kjör

ATKVÆÐAGREIÐSLA GŁOSOWANIE VOTE XXXXXXX

Ljós tendruð á trjánum

853. tbl árg. 15. nóvember 2018

Forstjórastóll, hnakkur og gönguskór

Saumanámskeið Fatasaumur/ Barnafatasaumur Skrautsaumur Baldering - Skattering Þjóðbúningur - saumaður

GÓÐAR GJAFAHUGMYNDIR

Blábarnabókarþýðingarfræðiritgerð

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

3. tölublað 17. árgangur Desember 2015

Orlofsstaðir 2011 Sprawy urlopowe Holiday matters. Viltu fara með í Einingar-Iðjuferð? Á bls. 8 er fjallað um orlofsferðir sumarsins.

Eyrarrósir 2015 á Rif

Lokaskýrsla verkefnisins Gaman saman Fjölskyldumorgnar - Fjölskyldusamvera

ATKVÆÐAGREIÐSLA GŁOSOWANIE

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

Býrð þú við ofbeldi? Is domestic violence a part of your life? Czy jestes ofiara przemocy?

Minnihlutinn vill fella skipulag á Völlum 7. Telur of mörgu ábótavant við skipulagið

Podręcznik Rodzica. W tym miejscu znajdą Państwo najwaŝniejsze informacje o przedszkolu i jego ofercie.

Lífheimurinn Litróf náttúrunnar

Blóðsykursmæling á vegum lions

Kjarasamningur. Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga kynningarefni. Taktu afstöðu greiddu atkvæði

Íþróttamenn HSH. Sundlaug Snæfellsbæjar. Lokað verður dagana maí vegna þrifa og lagfæringar

Olíurækt í Snæfellsbæ

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

3. kafli - Rafmagn og segulmagn Elektryczno i magnetyzm

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

Dauðarósir í pólsku þýðingu

1. tölublað 10. árgangur Mars Orlofsstaðir 2008 Glæsilegt hús á Spáni! Eining-Iðja á Siglufirði Sprawy urlopowe Holiday matters

Íslenska English Polski Español Русский Lietuvių Latviešu

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Tamsulosin Mylan 0,4 mg hart hylki með breyttan losunarhraða tamsulosinhýdróklóríð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Entocort 2 mg, tafla fyrir endaþarmsdreifu. Búdesóníð

- vi rá um. Skógarhlí Reykjavík Sími Framkvæmdastjóri - Austurland

Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson

Fjör í spurningakeppni

Lundi í Vigur. Dýrðardagar við Djúp. Stofnað 14. nóvember 1984 Fimmtudagur 23. júlí tbl. 32. árg. Ókeypis eintak. sjá bls. 6 og 7.

Efnisyfirlit. Útgefandi: Vinnumálastofnun Ritstjóri: Karl Sigurðsson Hönnun kápu: Alprent Prentvinnsla: Litróf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Coversyl Novum 5 mg filmuhúðuð tafla perindóprílarginín

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Librax 5 mg/2,5 mg húðaðar töflur. klórdíazepoxíð/klídínbrómíð

Ríkisskattstjóri boðar róttækar breytingar á skattframtali

Fjölmennt danspartý grunnskólanema

Enduropnun Sjóminjasafnsins

8. tölublað 2015 Fimmtudagur 30. apríl Blað nr árg. Upplag

810. tbl árg. 29. nóvember 2017

Síða 1. Efnisyfirlit

Varðskipið Þór færði Rifsbaujuna

Dósasöfnun Fimmtudaginn 18. september kl.17:30. Salatbar. Fótboltamaraþon Snæfellsnessamstarfs

Íslenska English Polski Español GOAL!

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 17 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Podręcznik Rodzica. W tym miejscu znajdą Państwo najważniejsze informacje o przedszkolu i jego ofercie.

Síða 1. Efnisyfirlit

3. tölublað 16. árgangur Desember 2014

NORÐURLJÓS. Fréttabréf Norðuráls. 10. tbl Ritstjórar: Sólveig Kr. Bergmann og Trausti Gylfason Ábyrgð: Ágúst F. Hafberg

Jólasveinar athugið. Regína Ósk í Klifi. Útnesvegur boðinn út. Tryggð við byggð

Hver er óskin? Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál. Pólsk þýðing á hluta af Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson

Ristilheilsa og góð melting skiptir mig miklu máli. Helgin

MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími:

Nytjaplöntur á Íslandi 2017

Smáinnsýn í hinn stóra. heim þýðinga

Ung-og smábarnavernd Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0 5 ára

KJARASAMNINGAR. Wiecej informacji zanjdziesz na stronie zwiazkow zawodowych

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 66 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Jón Oddur og Jón Bjarni íslenskir tvíburar

Blóðrautt sólarlag í Bug

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU 2007

MÁLSKILNINGUR SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ UPPLÝSINGAR FYRIR FORELDRA YNGSTU GRUNNSKÓLABARNANNA

KJARASAMNINGAR. Wiecej informacji znajdziesz na stronie zwiazkow zawodowych

Býrð þú við ofbeldi? Is domestic violence a part of your life? Czy jestes ofiara przemocy?

Jólin kvödd. Dósasöfnun. Tryggð við byggð

MÁL- OG LESSKILNINGUR SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ UPPLÝSINGAR TIL FORELDRA BARNA Á MIÐSTIGI

Transkrypt:

Foreldrahandbók VELKOMIN á Seljaborg Við viljum byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin í leikskólann okkar. Hér má finna helstu upplýsingar um leikskólann og það starf sem hér fer fram. Starfsfólk leikskólans Leikskólastjóri er yfirmaður leikskólans og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfinu. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra að honum fjarverandi og er honum til ráðuneytis innan leikskólans. Deildarstjóri ber ábyrgð á uppeldisstarfinu og barnahópnum á sinni deild í samráði við leikskólastjóra, svo og foreldrasamstarf. Leikskólakennarar og aðrir kennarar vinna á deild að uppeldisstarfi með börnum og stuðningsfólk vinnur að stuðningi við einstök börn. Þroskaþjálfi sér um sérkennslu. Matráður sér um eldhússtörf og þvotta. Ræstitæknir sér um þrif daglega. ALLT STARFSFÓLK LEIKSKÓLANS ER BUNDIÐ ÞAGNARSKYLDU. Um leikskólann Seljaborg Síminn í Seljaborg er Sími: 557-6680 Netfang: seljaborgleikskolar.is http://www.leikskolinn.is/seljaborg/ Opnunartími Leikskólinn er opinn frá kl. 7.45 17.30 alla daga. Ekki er æskilegt að börn yngri en 12 ára sæki börn í leikskólann nema í samráði við kennara.

Að byrja í leikskóla - aðlögun. Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið og foreldra þess. Allt er framandi og ókunnugt, góð aðlögun er því mjög þýðingarmikil fyrir áframhaldandi dvöl barnsins í leikskólanum. Á meðan á aðlögun stendur er mikilvægt að barnið fái að skoða sig um og kynnast hinu nýja umhverfi og að foreldrar kynnist starfinu sem þar fer fram og kennurum leikskólans. Markmið aðlögunar eru: Að barnið sýni kennurum það traust að leita til þeirra eftir stuðningi og aðstoð Að barnið og foreldri öðlist jákvæða mynd af leikskólanum Að traust skapist milli foreldra og kennara. Meginreglur eru: Að foreldrar komi í viðtal án barns áður en aðlögun hefst. Að barnið fái góðan tíma til aðlögunar Að leikskólakennari skipuleggi aðlögunartímann í samráði við foreldra. Deildarstjórar hafa samráð um hvernig skuli staðið að aðlögun þegar börn eru að flytjast á milli deilda. Máltíðir Allar máltíðir dagsins eru útbúnar í leikskólanum og mikið lagt upp úr hollum og staðgóðum mat. Morgunmatur er frá kl. 8.30.-9.00 Hádegismatur frá kl.12.00-12.30 Nónhressing 14.50-15.20 Leitast er við að hafa hollan og einfaldan mat á borðum sem samræmist hollustustefnu Lýðheilsustöðvar. Matartíminn á að vera notaleg stund þar sem tækifæri gefast til skemmtilegra og

fræðandi umræðna. Útivera Er fastur liður í daglegu starfi leikskólans. Börnin velja útisvæði á valfundum og leikskólinn leggur mikla áherslu á vettvangsferðir og að nýta umhverfið og náttúruna til náms og leikja. Fatnaður Fyrirkomulag á fatahólfum. Í fataklefunum viljum við hafa snyrtilegt og agað umhverfi og vinna það í góðri samvinnu við foreldra. Það er kassi undir aukafatnað barnanna og er hann það er hann upp á hillum eða í efra hólfinu. Í þessa kassa fara aukaföt og framan á kassanum er miði með því hvað á nákvæmlega að vera í kassanum og merkt verður við ef eitthvað vantar í kassann. Fatnaður t.d. pollagalli, kuldagalli og úlpa er hengt beint upp í hólfið á mánudögum og tekið heim á föstudögum. Aukafatnaðinn er komið með og hann settur í kassann er kassann þarf ekki að tæma á föstudögum. En ef barn notar aukaföt yfir daginn er merkt við hvað ver tekið úr kassanum. Það sem á að vera í kassanum: Nærbuxur- Majtki 2 sokkar-2 pary skarpet

Nærbolur- -Podkoszuklek Stuttermabolur Sokkabuxur Buxur- Spodnie Peysa-Sweterek Hlý peysa-ciepty sweter Vettlingar-Rękawiczki Hlýir sokkar-skarpety welniane Útifatnaður sem á að vera í leikskólanum eftir veðrum og vindum: Kuldagalli Regnkápa pollabuxur

Húfa kuldaskór Strigaskór Úlpa Stígvél Vettlingar Þau börn sem nota bleiur koma með þær að heiman. MERKTUR FATNAÐUR SKILAR SÉR BEST Á Seljaborg eru börnin í skólafötum. Skólaföt: flíspeysa, háskólabolur, bolur, buxur. Seljaborg var þriðji leikskólinn á Íslandi til að innleiða skólafatnað árið 2004. Helstu ávinninga skólafatanna teljum við vera: 1. Skólafötin jafna aðstöðumun nemenda og minnka þannig m.a. samkeppni. 2. Skólafötin eru þægileg og styðja nemendur til sjálfshjálpar og

gefa þeim þannig fleiri tækifæri til að upplifa sigra. 3. Í skólafötunum nýtur einstaklingurinn sín betur án umbúða." Það er persóna og andlit sem einkennir barnið en ekki fatnaðurinn. 4. Skólafötin efla skólaandann m.a. með því að skapa liðsheild. 5. Skólafötin spara mörgum foreldrum og börnum þeirra ágreining t.d. á morgnana um hverju skuli klæðast. 6. Skólafötin einfalda fatakaup og spara slit á öðrum fatnaði. Leikskólinn pantar skólafötin eftir að hafa sent foreldrum pöntunarlista, nema buxurnar sem fást í versluninni Adams í Smáralind. Upplýsingaleiðir Er í fataherbergjum allra deilda þar sem daglegum skilaboðum og auglýsingum er komið fyrir. Heimasíðan okkar er mikilvægur upplýsingamiðill og við hvetjum alla foreldra til þess að fylgjast vel með henni. Þar koma allar fréttir, tilkynningar og annað sem leikskólinn þarf koma á framfæri auk allra skemmtileg myndanna sem settar eru inn af börnunum í leik og starfi.tölvupóstur er einnig mikilvægur í samskiptum foreldra og Seljaborgar Ársalmanak er sett inn á heimasíðu leikskólans í júní á hverju ári. Námssvið leikskólans Leikskólinn Seljaborg vinnur í anda Hjallastefnunnar http://www.hjalli.is/fraedsla/ Starf Seljaborgar byggir einnig á aðalnámskrá leikskóla http://www.leikskolinn.is/seljaborg/skjalasafn/seljaborg202.pdf Skólahópur Elstu börnin eru í skólahóp. Markmið með skólahóp er að bjóða elstu börnunum upp á þroskandi verkefni sem þjálfar þau til sjálfshjálpar, sjálfsþekkingar, samvinnu, tillitsemi og hugtakaskilnings svo börnin hafi öðlast þá færni sem nauðsynleg er þegar þau byrja í grunnskóla. Verkefni skólahóps eru leikskólaverkefni, hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskóla eru lagðar til grundvallar í þeim. Að vori er farið í útskriftarferð með elstu börnin og dvalið yfir nótt. Tvö undanfarin ár höfum við farið að Bjarteyjarsandi.

Afmæli Börnin fá að halda upp á afmælið sitt í leikskólanum.síðasta fimmtudag í hverjum mánuði er síðan haldin sameiginleg kökuveisla á kjarnanum fyrir afmælisbörn mánaðarins. Kökurnar eru bakaðar í leikskólanum og afmælisbörn mánaðarins hjálpast að við að skreyta þær. Sunginn afmælissöngur og afmælissamvera- Birthday song- Śpiewanie Urodziny Tyllidagar Í leikskólanum er lögð rækt við ýmsar þjóðlegar hefðir og hátíðir og höfum við okkar tyllidaga sem við höldum upp á með ýmsu móti. Þeir eru: Þorrablót: Í þorranum er haldið þorrablót og börnin fá þorramat, þá eru sungin þorralög og þjóðlegar hefðir í heiðri hafðar. Bolludagur: Boðið er upp á bollur sem bakaðar eru í leikskólanum og haldið bollukaffi.

Öskudagur-Dzień przebierańców Börnin mega koma í náttfötum að sjálfsögðu eru vopn bönnuð. Kötturinn er sleginn úr tunnunni, útbúin eru skemmtiatriði og í lokin er ball. Przychodzimy w piźamie Sumarhátíð-Uroczystość wakacyjna Í júní er haldin sumarhátíð í samvinnu við foreldrafélag Seljaborgar og aðra leikskóla í hverfinu. Defilada z rodzicami Kirkjuferð-Do koşciola w Święta B.N

Í desember er farið í heimsókn í Seljakirkju. Jólatrésferð-Wybieranie drzewka Świątecznego Farið er með rútu upp í Heiðmörk og sótt jólatré. Foreldrar eru velkomnir með. Rútuferð-Idziemy do autokaru Jólatré sótt-odbieranie drzewka Świąteczne Jólaball-Bal Świateczny Þá er sungið og dansað í kringum jólatréð, jólasveinar koma í heimsókn og færa börnunum smá glaðning sem foreldrafélagið gefur. Taniec do okola drzewka Pryzychodizimy w eleganckich ubraniach Opið hús: Einu sinni á ári, að vori er haldið opið hús. Þá er gestum og gangandi boðið að skoða

leikskólann og starfið okkar. Foreldrasamstarf Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna. Mikilvægt er að náið samstarf og gagnkvæmt traust skapist milli heimilis og leikskóla. Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við foreldra. Foreldrar geta alltaf leitað til kennara leikskólans með öll þau mál og spurningar sem upp kunna að koma varðandi barnið og starfsemi leikskólans. Foreldrar þekkja barnið sitt best en við kynnumst því í starfi og þekkjum þroska þess, færni og viðbrögð í barnahópi. Foreldraviðtöl eru tvisvar sinnum á ári. Foreldrakaffi er haldið einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Við leikskólann er starfrækt foreldrafélag Starfsreglur foreldrafélags Seljaborgar. 1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Seljaborgar. 2.gr. Félagar eru: Foreldrar eða forráðamenn barna á Seljaborg. 3. gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því m.a að vinna að: a) Aukinni samvinnu foreldra, starfsfólks og foreldra innbyrðis um aðbúnað og starfsemi leikskólans. b) Því að leggja hagsmunum barna lið út á við. 4.gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist á 3. mánaða fresti. Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins. 5.gr. Kosning til stjórnar skal fara fram á aðalfundi. Stefnt er að því að hver deild leikskólans eigi einn fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa einn fulltrúa til setu í henni, þannig að samtals skipi stjórn 5 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn í stjórn. 6.gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir. 7.gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna við þau skal vera innan ramma markmiða félagsins og að því marki sem þeirra nýtur við skal farið eftir ákvörðunum aðalfundar um leiðir að því. Stjórn félagsins kemur saman eins oft og þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega. 8.gr. Aðalfundur skal halda á tímabilinu 15. sept. til 1. nóv. ár hvert og skal boða til hans með

auglýsingu með minnst viku fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera þess: a) Skýrsla stjórnarformanns um starfsemi félagsins. b) Reikningar félagsins. c) Kosning til stjórnar. d) Lagabreytingar. e) Ákvörðun félagsgjalda. f) Önnur mál. 9.gr. Tillögur til lagabreytingar verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir auglýstan fund. Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði. 0,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, Foreldrafélag Seljaborgar styður við leikskólann með margvíslegum hætti sem auðgar skólastarfið. Í dag sitja 6 foreldrar í stjórn félagsins. Stjórnin sér um að innheimta félagsgjöld og ráðstafar fénu til skemmtana fyrir nemendur og fleira. Stjórnin fundar nokkrum sinnum á ári til að skipuleggja atburði í samstarfi við leikskólann. Á haustmisseri sér stjórnin um að boða til aðalfundar foreldrafélagsins þar sem kynnt er starfsemi félagsins og ársreikningar. Í júní ár hvert er sumar- og þjóðhátíð leikskólans og með góðum stuðningi foreldrafélagsins hefur sú hefð smám saman orðið að mjög veglegri fjölskylduhátíð. Í desember ár hvert stendur foreldrafélagið fyrir Heiðmerkurferð, þá fara börn, foreldrar og kennarar saman og velja jólatré leikskólans.árlega býður foreldrafélagið upp á leiksýningar í leikskólanum. Foreldrafélagið styrkir einnig skólann með því að bera kostnað af pokunum góðu undir kveðjusteinana sem börnin fá þegar þau hætta í skólanum. Í foreldraráði eru þrír fulltrúar foreldra. Í lögum um leikskóla frá 2008 segir: 11. gr. Foreldraráð. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Fjarvistir Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annarra ástæðna, þá vinsamlegast látið okkur vita. Breytingar á vistunartíma Óski foreldrar eftir breytingum á dvalartíma barnsins skal þeim óskum komið til leikskólastjóra á þar til gerðu eyðublaði. Reynt er að koma til móts við óskir foreldra um breytingar. Uppsagnarfrestur Uppsagnarfrestur á vistun er einn mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Tilkynna skal leikskólastjóra uppsögnina skriflega á eyðublaði sem fæst í leikskólanum. Greitt er fyrir plássið út uppsagnarfrestinn nema samið sé um annað. Starfs- og námskeiðsdagar Starfsdagar starfsfólks eru 5 á ári. Þessir dagar eru notaðir til að skipuleggja og undirbúa uppeldisstarf leikskólans, endurmeta það starf sem unnið hefur verið og einnig eru þeir nýttir til endurmenntunar starfsmanna. Leikskólinn er lokaður þessa daga og eru þeir auglýstir á skóladagatali sem birtist á heimasíðunni í júní á hverju ári.

Valsvæði-Wybór Föndur-Zajęcia plastyczne Sull-Chlapać się w wodzie Leir-Ukladać plasteline Kubbar- Kącik klocków Útisvæði-Zabawy na dworze Leikstofa-Pokój Zabaw

Dagskipulag á stelpu- og strákakjarna Leikskóli opnar-otwarcie przedszkola 7:30 Leikskóli lokar-zamknięcie przedszkola 17:30 Blöndun er fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum. Morgunval-Poranny Wybór 7:30-8:30 Hádegissamvera-Zebranie poludniowe 11:50-12:00 Morgunmatur-Śniadani 08:30-09:00 Hádegismatur-Obiad 12:00-12:30 morgunsamvera-zebranie poranne 09:10-09:20 Blöndun-Zajęcia w grupie 13:00-13:45 Hópatími- Zajęcia w grupie 09:20-10:45 Val-Wybór 14:00-14:45

Val-Wybór 14:45-15:00 Nónhressing-Podwieczorek i zaję 15:00-15:20 Kvatt í lok dags-poźegnanie pod konicc dnia 15:30-15:40 Síðdegisvaltími-Popoludniowe wybieranie 16:40-17:30 Dagskipulag á yngri kjarna Morgunval-Poranny Wybór 7:30-8:30 Morgunmatur-Śniadani 08:30-09:00 morgunsamvera-zebranie poranne 09:10-09:20 Hópatími 09:30-10:40 Valtími 10:40-11:50 Hádegissamvera-Zebranie poludniowe 11:50-12: Hádegismatur-Obiad 12:00-12:30 Hvíld/hópatími 12:30-13:45 Val 13:45-14:50 Síðdegissamvera 14:50-15:00 Nónhressing-Podwieczorek i zaję 15:00-15:20 Kvatt í lok dags og Síðdegisvaltími-Popoludniowe wybieranie 16:40-17:30