Minnihlutinn vill fella skipulag á Völlum 7. Telur of mörgu ábótavant við skipulagið

Podobne dokumenty
Við og börnin okkar. My i nasze dzieci. Ministerstwo Spraw Socjalnych. Miasto Reykjavik. Reykjavík 2012

HH kaupir nýtt Rifsnes. Grindhvalir syntu á land

Tvö þrjú fjögur tungumál? Dwa trzy cztery języki?

Q1 Barninu mínu líður vel í skólanum.(moje dziecko czuje się dobrze w szkole - My child enjoys staying at the school)

Orlofshús vest.is. Vouchery na przeloty Icelandair. verð ur það sama og síð ustu fjögur sumur.

Fyrstu nemendur 5 ára leikskólans Álfabergs ásamt hluta starfsfólksins. Túnhvammur fegurst gatna. Kvenlegt fegurðarskyn á görðum bæjarbúa

Áttundi Grænfáninn til Lýsuhólsskóla Þann 24. nóvember flögguðu nemendur og starfsfólk Grunnskóla

Við og börnin okkar. My i nasze dzieci. Hvert get ég leitað? Gdzie mogę się zwrócić o pomoc?

Stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Polityka zapobiegania mobbingowi, molestowaniu i przemocy

5 kafli Ljós - wiato. Orðaforði bls hugtak merking termin polski definicja. inwersja rozproszona

3. kafli - Rafmagn og segulmagn Elektryczno i magnetyzm

þegar Fjöl menningarhátíðin

2. kafli Eðli lífsins - Istota ycia

PIERWSZE KROKI. Polski NA ISLANDII. Pólska. Broszura informacyjna dla cudzoziemców osiedlających się na Islandii

III. Niðurstöður í hnotskurn Podsumowanie ankiety

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy. Réttindi og kjör erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði

ATKVÆÐAGREIÐSLA GŁOSOWANIE VOTE XXXXXXX

Réttur þinn Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

Einn - Einn - Tveir dagurinn

10 ára afmæli Grunnskóla Snæfellsbæjar

Lundi í Vigur. Dýrðardagar við Djúp. Stofnað 14. nóvember 1984 Fimmtudagur 23. júlí tbl. 32. árg. Ókeypis eintak. sjá bls. 6 og 7.

Þjóðhátíðardagurinn í Snæfellsbæ

Skólabúðir á Reykjum - upplýsingar á pólsku Emilia Mlynska

Við viljum byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin í leikskólann okkar.

ATKVÆÐAGREIÐSLA GŁOSOWANIE

Ljós tendruð á trjánum

Réttur þinn Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

GÓÐAR GJAFAHUGMYNDIR

853. tbl árg. 15. nóvember 2018

Baldur í slipp í október. Safnamálin skýrast. Góð heimsókn í GSS. Gullbrá og birnirnir þrír

Jólasveinar athugið. Regína Ósk í Klifi. Útnesvegur boðinn út. Tryggð við byggð

Co mówią obcokrajowcy mieszkający w Reykjaviku?

Orlofsstaðir 2011 Sprawy urlopowe Holiday matters. Viltu fara með í Einingar-Iðjuferð? Á bls. 8 er fjallað um orlofsferðir sumarsins.

Dauðarósir í pólsku þýðingu

Olíurækt í Snæfellsbæ

Samkomulag við launanefnd ríkisins - þín kjör

Blábarnabókarþýðingarfræðiritgerð

Ríkisskattstjóri boðar róttækar breytingar á skattframtali

Eyrarrósir 2015 á Rif

Hlynsal ir gata árs ins 2010

Íslenska English Polski Español Русский Lietuvių Latviešu

Forstjórastóll, hnakkur og gönguskór

Hér vantar upplýsingar á pólsku

Síða 1. Efnisyfirlit

AÐALNÁMSKRÁ LEIKSKÓLA 2011 ( kafli)

810. tbl árg. 29. nóvember 2017

Íþróttamenn HSH. Sundlaug Snæfellsbæjar. Lokað verður dagana maí vegna þrifa og lagfæringar

Fjör í spurningakeppni

1. tölublað 10. árgangur Mars Orlofsstaðir 2008 Glæsilegt hús á Spáni! Eining-Iðja á Siglufirði Sprawy urlopowe Holiday matters

Saumanámskeið Fatasaumur/ Barnafatasaumur Skrautsaumur Baldering - Skattering Þjóðbúningur - saumaður

Dósasöfnun Fimmtudaginn 18. september kl.17:30. Salatbar. Fótboltamaraþon Snæfellsnessamstarfs

Ristilheilsa og góð melting skiptir mig miklu máli. Helgin

Síða 1. Efnisyfirlit

3. tölublað 17. árgangur Desember 2015

Efnisyfirlit. Útgefandi: Vinnumálastofnun Ritstjóri: Karl Sigurðsson Hönnun kápu: Alprent Prentvinnsla: Litróf

Varðskipið Þór færði Rifsbaujuna

MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími:

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Mogadon 5 mg töflur nítrazepam

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 66 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Fjölmennt danspartý grunnskólanema

Jólin kvödd. Dósasöfnun. Tryggð við byggð

Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson

Enduropnun Sjóminjasafnsins

Lífheimurinn Litróf náttúrunnar

Velkomin. Zapraszamy. til samstarfs um leikskólabarnið! Ciebie i twojego przedszkolaka do współpracy! Pólska. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundasvið

Góðir sigrar Víkinga á heimavelli

Hver er óskin? Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál. Pólsk þýðing á hluta af Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Entocort 2 mg, tafla fyrir endaþarmsdreifu. Búdesóníð

Lokaskýrsla verkefnisins Gaman saman Fjölskyldumorgnar - Fjölskyldusamvera

NORÐURLJÓS. Fréttabréf Norðuráls. 10. tbl Ritstjórar: Sólveig Kr. Bergmann og Trausti Gylfason Ábyrgð: Ágúst F. Hafberg

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Tamsulosin Mylan 0,4 mg hart hylki með breyttan losunarhraða tamsulosinhýdróklóríð

Blóðsykursmæling á vegum lions

Pólskur og íslenskur orðaforði leikskólabarna sem eiga pólsku að móðurmáli

Mímisvegur (Landnúmer: Fastanúmer: ). (Landnúmer: Fastanúmer: ).

3. tölublað 16. árgangur Desember 2014

8. tölublað 2015 Fimmtudagur 30. apríl Blað nr árg. Upplag

Sérfræðiþjónusta: starfsviðmið forvarna

- vi rá um. Skógarhlí Reykjavík Sími Framkvæmdastjóri - Austurland

Blóðrautt sólarlag í Bug

Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2014

Býrð þú við ofbeldi? Is domestic violence a part of your life? Czy jestes ofiara przemocy?

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Librax 5 mg/2,5 mg húðaðar töflur. klórdíazepoxíð/klídínbrómíð

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Coversyl Novum 5 mg filmuhúðuð tafla perindóprílarginín

Smáinnsýn í hinn stóra. heim þýðinga

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU 2007

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

Jón Oddur og Jón Bjarni íslenskir tvíburar

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 17 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

KJARASAMNINGAR. Wiecej informacji zanjdziesz na stronie zwiazkow zawodowych

Íslenskur húmor, skáldskapur og menning í pólskri þýðingu

Prawa i warunki pracy cudzoziemców pracujących na islandzkim rynku pracy

Í s l e n s k t d a g a t a l á r i ð m e ð f r ó ð l e i k s k o r n u m

2. THREE COLORS: WHITE - KRZYSZOF KIESLOWSKI, JANÚAR KL. 14:10 3. DR. STRANGELOVE - STANLEY KUBRICK, JANÚAR KL.

SPORT I ROZRYWKA W DALVÍKURBYGGÐ LATO 2015

KJARASAMNINGAR. Wiecej informacji znajdziesz na stronie zwiazkow zawodowych

Ung-og smábarnavernd Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0 5 ára

Íslenska English Polski Español GOAL!

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Transkrypt:

www.fjardarposturinn.is ISSN 1670-4169 39. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 18. október Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 Þegar þú þarft púst... Flatahrauni 7 sími 565 1090 Minnihlutinn vill fella skipulag á Völlum 7 Snarpar deilur urðu á bæj ar - stjórnarfundi á þriðjudag og á auka fundi skipulags- og bygg - ingarráðs á mánudag þar sem minnihlutinn bókaði hart gegn tillögu að deiliskipulagi á Völl um 7 og kusu gegn því að til lag an yrði afgreidd til bæj ar stjórn ar. Á fundi bæjar stjórn ar var svo sæst á að bæjar fulltrúar fengju sér staka kynn ingu á tillögunni og boðað var til auka fundar í bæjar stjórn á þriðju daginn um málið. Í bókun minnihlutans í skipu - lags- og byggingarráði kemur fram að samráð hafi skort og að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum. Sérstaklega er fundið að umferðaröryggismálum þar sem talið er að langir götu leggir verði þess valdandi að t.d. sorpbílar þurfi að bakka í göt unum með hættu sem það hef ur í för. Þá er sérstaklega Telur of mörgu ábótavant við skipulagið gagn rýnt að ekki eigi að virða lög og reglur um hljóðvist og á bæjar stjórnar fundinum kom fram að sækja eigi um undan - þágu. Þá var og gagn rýnt að inngangar fjölbýlis húsa væru of nálægt stórum um ferðargötum. Haraldur Þór Ólason, oddviti Sjálf stæðisflokksins segir að málið lykti af flýtimeðferð og ljóst sé að tryggja eigi úthlutun fyrir jól svo hægt sé að inn - heimta lóð ar gjöld fyrir áramót og laga þannig stöðu bæjarsjóðs. Hann segir slíkt ósætti ekki áður hafa komið upp á síðustu 5 árum í skipulags- og byggingarráði. Bleik Hafnarborg í tilefni af málþingi um brjóstakrabbamein. www.as.is Sími 520 2600 Góðir í kuldann vatnsþéttir vindþéttir anda 6.995,- St. 28-39 6.995,- St. 28-39 6.995,- St. 21-30 6.995,- St. 21-26 Firði Hafnarfirði S: 555-4420

2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er hratt farið í Hafnarfirði, svo hratt að nefnt var á bæjarstjórnarfundi að íbúar í nýjustu hverf - um bæjarins yrðu jafn margir og íbúar bæjarins voru fyrir örfáum árum. Deiliskipulag er unnið, það auglýst, kynnt á fámennum fundum og fáir gera athugasemdir. Þeir sem ekki gera athuga - semdir teljast samþykkir deiliskipulaginu. Slík vinnubrögð mega ekki þekkjast í sölumennsku og eru litin hornauga og stórfyrirtæki hafa verið dæmd fyrir að láta viðskiptavininn þurfa að af - þakka vöru sem hann hefur ekki beðið um. Enn kalla ég á íbúaþingin í hugmyndavinnu að deiliskipulagi í nýjum hverfum. Okkur var lofað þeim í þar síðustu kosningum, eitt var haldið. Var þetta svona léleg hugmynd? Hvernig viljum við hafa aðgang að skólunum okkar? Gott upplegg var að aðgengi að Hraunvallaskóla sem týndist í áframhaldandi deiliskipulagsvinnu. Hvernig á að leysa snjómokstur og hvert á að setja snjóinn þá og ef hann kemur? Í hvernig byggð viljum við búa? Er það ekki okkar ákvörðunarefni, íbúanna? Það er flott að fá hugmyndir til að vinna úr og íbúar eiga að vera virkari í mótun framtíðar bæjarins. Ef íbúarnir vilja ekki stóriðju þá er það bara svoleiðis en þeir þurfa líka að vera upplýstir um afleiðingar af slíkri ákvörðun. Það er hreint með ólíkindum að bæjarfulltrúar þurfi að gera athuga - semdir vegna þess að öskubílar þurfa að bakka í íbúðargötur skv. nýju skipulagi eða hvort sorpgeymslur séu með viðeigandi hætti eða bílastæði. Svona mál á að leysa skv. lögum og reglum og ekki síst skv. raunverulegum þörfum íbúanna. Það er ekki nóg að gera ráð fyrir tveimur bílum fyrir hverja íbúð ef bílarnir eru fleiri. Það er ljóst. Guðni Gíslason Fríkirkjan Sunnudagur 21. október Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 í Hallgrímskirkju, Saurbæ Hvalfjarðarströnd. Kórar kirknanna sameina söngkrafta sína undir stjórn Arnar Arnarsonar Allir velkomnir www.frikirkja.is Antonioni í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands þriðju og síðustu myndina í þríleik Antonionis, myndina Sólmyrkva L Eclisse. Viðfangsefnið er vanhæfni persónanna til mannlegra samskipta. Auðhyggja og tilfinn inga - kuldi er undirstrikað með óhlut bund - inni myndatöku, ásamt ýmsum tákn - um og þögn. Myndin fjallar um Vittoriu sem hittir verðbréfasalann Piero um það leyti sem hlutabréf eru að falla á markaðnum og þau taka upp sam - band sem fer hikandi af stað. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið dönsku kvikmyndina Lejlighed til leje (1949) eftir Emanuel Gregers. Eitt mesta vandamál allra tíma er húsnæðiseklan, biðlistinn er langur og engin lausn í sjónmáli. Eva Jessen kemur heim í leiguíbúðina sína, þreytt eftir erfiði dagsins. Það kemur í ljós að búið er að segja henni upp húsnæðinu og hún þarf að finna nýtt í staðinn. Blaðamaðurinn Harry Brun er líka að leita að íbúð fyrir sig og unga, verðandi eiginkonu sína. Fyrir tilviljun koma Eva og Harry á sama tíma að skoða íbúð sem hefur verið auglýst og Harry platar Evu til að látast vera eiginkona hans, til að ná í íbúðina. Nokkrum dögum síðar flytur nýgifta parið svo inn í íbúðina og þá hefjast vandræðin fyrir alvöru. Árni sýnir á Bæjarhrauni 10 Árni Hjörleifsson, krati og fv. bæjarfulltrúi sýnir málverk á Bæjar - hrauni 10, við hlið Hraun hamars. Þar sýnir hann um 100 málverk sem hann hefur málað á síðustu þremur árum. Sýningin stendur til 21. október. Portrett nu! í Hafnarborg Stóra norræna portrettsýningin Portrett nu! stendur yfir í Hafnar borg. Sýningin stendur til 22. desember. Gestalistamaður í Gallerí Thors Í dag fimmtudag kl. 17 mun Rósa Helgadóttir hönnuður vera gesta lista - maður í Gallerí Thors, Linn ets stíg 2, Hafnarfirði. Hún mun kynna og selja hönnun sína. Sýningin stend ur yfir í tvær vikur eða til 1.nóv. Opið alla virka daga frá 11-18 og laugar daga frá kl. 11-16. Allir velkomnir. Sunnudaginn 21. október Guðsþjónusta í Hásölum Strandbergs kl. 11 Nýútgefin Biblía í nýrri þýðingu verður borin inn og komið fyrir á altari í upphafi Guðsþjónustunnar. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Kammerkórinn A Cappella syngur. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Krýsuvíkurkirkja: Haustmessa á 150 ára afmælisári kl. 14 Sætaferð frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor: Guðmundur Sigurðsson. Forsöngvari: Þóra Björnsdóttir. Biblía í nýrri þýðingu borin inn og færð á altari í upphafi messu. Altaristaflan, Upprisa, tekin ofan í lok messu. Messsukaffi í Sveinshúsi eftir messu. Málverkasýning: Siglingin mín. www.hafnarfjardarkirkja.is 6. Öldrunarsamtökin Höfn, fasteignagjöld Tekið fyrir að nýju. Bæjarlögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að afgreiða erindið í samræmi við tillögu í bréfinu og samræður á fundinum. [Ath. ritstjóra: Hver er niður stað - an? Hvert var erindið? Hvernig var það afgreitt? Bæjarbúar vilja skýr - ari fundar gerðir úr bæjarráði.] 12. Stjörnuathugunarstöð í Krísuvík, lóðarumsókn Lagt fram erindi Stjörnu skoð - unar félags Seltjarnarness dags. 1.október 2007 þar sem óskað er eftir lóð undir framtíðaraðstöðu fyrir félagið í Krýsuvík. Jafnframt bréf skólameistara Flens borgar - skóla þar sem mælt er með erind - inu. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipu lags- og byggingarsviðs. TIL LEIGU Sunward beltavélar Sunward skóflur 80-850 kg Til leigu og sölu!.. og sölu! líka brothamar! Til leigu og sölu! Powerpac þjöppur Til sölu! PowerPac beltabörur Skútahrauni 8 sími 565 2727 WWW.HRAUNBT.IS

Opið hús hjá Rauða krossinum Strandgötu 24 í dag til kl. 20. Bæjarbúar velkomnir, heitt kaffi á könnunni. Safnaðarfélagsmenn í andstöðu við biskupsembættið Mótmæla öllum breytingum á lóð kirkjunnar Hafnarfjarðarbæ hafa borist undirskriftalistar frá félögum í Safnaðarfélagi St. Jósefskirkju í Hafnarfirði þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugaðri sölu og skipulagsbreytingum á lóð St. Jósefskirkju. Bent er á að í sam - sam þykkt og hluti lóðarinnar komulagi við Hafnarfjarðarbæ seldur verði möguleiki á auknu frá 9. júní 1993 sé gert ráð fyrir æskulýðsstarfi brostinn. að núverandi stærð kirkju lóðar - Það athyglisverða í þessu máli innar verði nýtt til framtíðarþarfa er að Kaþólska kirkjan, biskups - krikjunnar. embættið stendur að sölu á bygg - Segir í mótmælunum að safn - ingarréttinum og ósk um skipu - aðarheimilið rúmi ekki þá miklu lagsbreytingu á lóðinni og fram og fjölbreyttu starfsemi sem hefur komið í erindi em bættisins þarna fari fram á vegum kirkj - að þetta sé gert til að mæta erfiðri unn ar og verði deili skipulagið fjárhagsstöðu em bættisins. Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 21. október Sunnudagskóli kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Umsjón: Guðmunda, Bryan, Halla, Jóhann og Hafsteinn. Guðsþjónusta kl. 13.00 Tónlistarflutningur: Kór Víðistaðasóknar Stúlknakór Víðistaðakirkju Sigurður Skagfjörð Veitingar, kynning á safnaðarstarfi og tónleikar í safnaðarsal á eftir Samverustundir 10 laugardagsmorgna kl. 10.30-12.00 Kynning á ýmsum bókum. Efni laugardagsins 20. okt.: Strandarkirkja Leibeinandi: María Eiríksdóttir Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.vidistadakirkja.is Fimmtudagur 18. október 2007 Njótum náttúrunnar í nágrenni Hafnarfjarðar Engidalsskóli er forystuskóli í umhverfis- og útikennslu í Hafnar firði. Lögð er áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda með útikennslu, útiveru og vett - vangsferðum. Þannig læra nem - end ur að bera virðingu fyrir um - hverfi sínu. Tengsl við náttúruna eru okkur öllum mikilvæg. Útivist og náttúru skoðun er þáttur sem for - eldrar allra bekkja skólans eru hvat tir til að stunda með börnum sínum. Í lok september fóru nem endur og foreldrar 5. BB í haustgöngu í Búrfellsgjá. Engi - dalsskóli stendur á hrauni sem rann úr Búrfelli fyrir um 7200 árum og markmiðið var að kanna eldstöðina. Það var hress - Lækur athvarf fyrir fólk með geðraskanir Frá árinu 2003 hefur athvarfið Lækur verið rekið í Hafnarfirði. Athvarfið er ætlað fólki sem á við geð rask anir að stríða og er samstarfsverkefni Hafn arfjarðardeildar Rauða krossins, Hafn - arfjarðarbæjar og Svæð is skrifstofu um mál efni fatlaðra á Reykjanesi. Nýlega tryggðu þessir aðilar rekstur athvarfsins með samningi til næstu þriggja ára, þannig er því fólki sem á við geðraskanir að stríða tryggt mikilvægt úrræði sem getur skipt sköpum í lífi þeirra. Í Læk er rekið metnaðarfullt starf sem miðar að því að styðja gesti athvarfsins og gera þá virka í daglegu lífi. Gestakomur í athvarfið hafa sýnt að þörfin fyrir úrræði eins og Læk var brýn. Í Læk ríkir notalegt og heimilis - legt andrúmsloft enda athvarfið á einum af fallegri stöðum bæjar - ins. Eins og áður var nefnt sækja margir Læk og gestum hefur fjölgað ár frá ári. Nú er komið að tímamótum og vilja menn nú auka þjónustuna með laugar - dags opnunum. Í öðrum athvörf - um Rauða krossins í Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri hafa sjálfboðaliðar séð um helgar opn - anir. Því viljum við hér í Hafnar - Ingibjörg Ásgeirsdóttir Hvasst á toppnum. Nemendur í 5. BB í Engidalsskóla í Búrfellsgjá. andi að ganga í rigningunni, skoða hraunið og njóta haust - litanna í fallegu umhverfi. firði fara sömu leið og biðla til sjálfboðaliða um að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Að byggja á sjálfboðnu starfi er í anda Rauða kross hreyfingar innar en allt starf henn ar er borið upp af sjálfboðaliðum þar sem menn krefjast engr ar þóknunar fyrir störf sín annarar en þeirrar vitn eskju að þeir séu að láta gott af sér leiða. Í Læk ráðgerum við að koma á fót hópi sjálfboðaliða sem sér um laugar dagsopnanir og er miðað við að hver og einn vinni að meðaltali einn laugardag í mánuði. Allir sjálfboðaliðar fá sérstaka fræðslu og þjálfun til að undirbúa sig fyrir þátttöku í verkefninu. Þeirra hlutverk er að spjalla við gesti og bjóða uppá kaffi og notalegt andrúmsloft. Vilji til góðra verka er allt sem þarf. Við hvetjum því þá sem áhuga hafa á að slást í hópinn til að hafa samband við okkur. Fólki gefst nú einstakt tækifæri til að vera með í verkefninu allt frá upphafi. Við höfum öll tíma til að láta gott af okkur leiða einu sinni í mánuði. Allar nánari upplýsingar um verkefnið má fá á skrifstofu Rauða krossins í Hafnarfirði í síma 565 1222. www.fjardarposturinn.is 3 Hvað er svona merkilegt að vera karlmaður? Þessir svara í símann: Eyjólfur 863-2803 Jakob 840-0551 Kolli 893-6109 Kristján 840-0825 ÞRESTIR Flatahrauni 21 - Hafnarfirði 1912 Þá geturðu komið og sungið með skemmtilegum körlum í góðum kór!

4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 BonSom vekur athygli í A-Asíu Hálf hafnfirsk hljómsveit spilar á Airwaves Hljómsveitin BonSom var stofnuð á síðasta ári, einkum til að hita upp fyrir Kurt Elling á Djasshátíð Reykjavíkur. Við - tökurnar voru mjög góðar en senni lega er best að lýsa tónlist sveitarinnar sem djössuðu rokki með blöndu af pönki og þjóð - lagatónlist. Hljómsveitina skipa Hafnfirð - ingarnir Eyjólfur Eyjólfsson saxó fónleikari og Andrés Þór Gunn laugsson gítarleikari en með þeim eru þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Scott McLemore trommuleikari. Félagar BonSom semja tón - listina sjálfir og dreifist tón smíð - in nokkuð jafnt á félagana en þrátt fyrir það hefur hljómsveitin náð að skapa samræmdan og sérstæðan hljóm með samspili og útsetningum. 24 Sími Netfang: Andrés Þór, Eyjólfur Scott og Þorgrímur. Í vor hljóðritaði sveitin tónlist sína í Heita pottinum og gaf út plötuna BonSom með 10 lögum sveitarinnar. Platan er vönduð og tónlistin þægileg, ætti að falla að geði bæði djassgeggjarar og rokkara. Um þessar stundir er verið að vinna að útgáfu disksins í Austur-Asíu en útgáfufyrirtæki þar hefur sýnt disknum mikinn áhuga og eru allar líkur á að hann muni koma þar út á næstu mánuðum segir Eyjólfur Eyj - ólfs son í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn og hvetur fólk til að koma og hlýða á hljóm - sveitina á Gauki á Stöng á sunnu daginn kl. 9-9.30. Þegar kemur eilifð, allt horfið, trú klárast, von fullkomast. Kærleikurinn einn er eftir til að fagna með þér, Drottinn, í ríki þínu Ṡr. María Benedikta Að morgni sunnudagsins 14. október s.l. lést okkar kæra systir María Benedikta af Jesú Hostíu Anna Baranska), fædd í Póllandi 10. júní 1924. Hún vann klausturheit 4. maí 1948 og kom til Íslands í mars 1984. Jarðarförin fer fram í kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði föstudaginn 19. október kl. 13. Karmelnunnurnar í Hafnarfirði Wszystko przeminie, gdy nadejdzie wieczność, Wiara się skończy a nadzieja spełni; Miłość zostanie, by się cieszyć Tobą W Twoim królestwie. Pragniemy poinformowac, że pogrzeb naszej zmarłej siostry M. Benedykty od Jezusa Hostii odbędzie się w naszej klasztornej kaplicy dnia 19.10.2007 o godzinie 13.00 czasu islandzkiego (15.00 czasu polskiego). Zapraszamy do duchowego udziału, siostry karmelitanki bose z Islandii. Fjölmenni á opnun hjá Árna Fjölmenni var á opnun sýning - ar Árna Hjörleifssonar, fv. bæjar - fulltrúa á Bæjarhrauni 10. Hann sýnir um 100 myndir sem hann hefur málað á síðustu árum, ma. þegar hann var í námi í Genf. Árni notar sterka liti og túlkar Sýnir á Bæjarhrauni 10 landslagið frjálslega og ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða sýningu Árna en hún er opin frá kl. 17 til 21. október. Frum! Nýtt í sölu Nýtískulegt fjölbýlishús með 30 fullbúnum íbúðum fyrir 50 ára og eldri Opið hús í dag kl 17-19 Sölumenn Hraunhamars verða á staðnum! Byggingaraðili: Kristjánssynir Byggingarfélag ehf Reykjavíkurvegur 52, Hafnarfirði, skiptist í tvö stórglæsileg stigahús með lyftu og sérinngang af svölum. Húsið er hannað af Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing. Húsið er staðsett í göngufæri við ýmsa þjónustu. Frágangur er mjög vandaður. Íbúðir skilast fullbúnar með vönduðu parketi á gólfum en baðherbergi og þvottahús eru flísalögð. Húsið er marmarasallað að utan. Gluggar eru ál/tré frá Gluggasmiðjunni. Stórglæsilegar innréttingar og innihurðir eru frá Fagus Þorlákshöfn. Húsið er á fimm hæðum með vandaðri bílageymslu. Íbúðir eru til afhendingar strax Viðhaldslítið hús Rúmgóðar íbúðir Tvennar svalir með völdum íbúðum Mynddyrasími Snjóbræðslukerfi í göngustíg og aðkomu að bílskýli Allar íbúðir með sérinngangi á svölum, Nútímalegar innréttingar frá Fagus með Granítborðplötum Íbúðir eru afhendar fullbúnar með vönduðu 2ja stafa Kährs parketi 28 stæði í bílageymslu Fullbúinn sýningaríbúð með húsgögnum frá Egg ásamt vandaðri lýsingu frá Lumex. Bæjarhrauni 10 Sími 520 7500

Afmælishátíð Hrafnistuheimilanna Hrafnista í Hafnarfirði 30 ára og 50 ára í Reykjavík Fimmtudagur 18. október 2007 www.fjardarposturinn.is 5 Leifur Eiríksson, 100 ára syngur um.is og Böðvar spilar undir. Afmælishátíð Hrafnistuheimilinna verður haldin á sunnu - daginn kl. 14 í Fjölbrauta skól - anum Garðabæ en í ár eru 30 ár liðin frá byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði og 50 ár frá byggingu Hrafnistu í Reykjavík. Fólk úr röðum heimilismanna ásamt fleium sjá um fjölbreytta skemmtidagskrá Þar verður kór - söngur, ljóðalestur, kínversk leikfimi, einsöngur, leikið á sög, leikfimi á stólum og fleira. Sá elsti sem kemur fram er 100 ára og syngur hann eigin texta, puktur.is við lagið um hana Domino sem annaðhvort var frönsk eða fædd hér á landi. Sýndir verða munir frá vinnu - stofum og boðið verður upp á kaffi og konfekt að dagskrá lokinni. Kynnir verður Gísli Ein - arsson, fréttamaður og eru allir velkomnir. Dátt var hlegið á æfingu fyrir afmælishátíðina. www.fjardarposturinn.is ÚTSALA Iðnaðar- og bílskúrshurðir Verð frá kr. 60.000 m/vsk Ýmsar stærðir af lager Sérsmíðum, afgreiðslutími 24 tímar Uppsetningar þjónusta Varahlutir - Viðhald HURÐAÞJÓNUSTAN ÁS ehf Bæjarhrauni 22 sími 822 1330 www.hurdir.is hurdir@hurdir.is 10 ára reynsla Jólaþorpið Undirbúningur fyrir Jólaþorpið á Thorsplani er nú í fullum gangi og mun þorpið opna laugar - daginn 24. nóvember. Jólaþorpið verður með svipuðu sniði og áður, fagurlega skreytt tuttugu lítil hús þar sem boðið verður upp á margt sem tengist jólunum á einn eða annan hátt. Opið verð - ur allar helgar fram að jólum. Jólaþorpið er miðpunktur þess sem Hafnarfjarðarbær hefur upp á að bjóða á aðventunni en alla opnunardaga verður skemmti - dagskrá á sviði. Þeim sem vilja taka þátt í Jóla - þorpinu, leigjendum eða skemmti kröftum er bent á að senda Jólaþorpinu tölvupóst á jolathorp@hafnar fjord ur.is.

6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 Til sölu Hvítt fallegt Ikea rúm til sölu, 90x200 cm, vel með farið, selst á lágu verði. Nánari upplýsingar í síma 693 8978. Rúmdýna, undirdýna frá Betra baki til sölu. Mjög lítið notuð stærð 200x 152 cm. Verð kr. 12 þús. Uppl. í s. 554 5716. Þú getur sent smáauglýsingar á: auglysingar@fjardarposturinn.is eða hringt í síma 565 3066 Aðeins fyrir einstaklinga, ekki rekstraraðila. Verð aðeins 500 kr. Tapað-fundið og fæst gefins: FRÍTT Rekstraraðilar: Fáið tilboð í rammaauglýsingar! Toyota Carinu stolið Notaði skilríki bróður síns og var færður á lögreglustöðina Nýliðin helgi var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni um helg - ina. Tveir bílar voru teknir ófrjálsri hendi í bænum. Önnur bif reiðin var stolin í Áslandinu en hin í miðbænum. Önnur bif reið in fannst sl. mánudag í Suður bænum en hinnar bif reið ar innar er enn saknað. Bifreiðin ber skráningar - númerið MZ-301 og er af gerð - inni Toyota Carina. Þá var brotist inn í tvær bif reiðar á Álfaskeiði og geisla spil ari tekinn úr annarri bifreiðinni. Á laugardagskvöldið hafði lög reglan afskipti af 17 ára ungl ings pilti á veitingastað í Hafnar firði. Pilturinn framvísaði skil ríkj um eldri bróður síns við lögreglu. Hann var færður á lögreglustöðina þangað sem foreldr ar hans sóttu hann. Pilturinn hafði neytt áfengis. Þá voru alls 5 útköll um helg ina vegna slagsmála á veitinga stöðum og í heimahúsum. Flest voru málin minniháttar en eitt þó alvarlegt þar sem glas var brotið á höfði manns á veitingastað í bænum. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Fríar prufur Þyngdarstjórnun - Aukin orka Gerður Hannesdóttir sjálfst. dreifingaraðili. 865 4052 565 1045 ghmg@simnet.is Eldsneytisverð 17. október 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 124,4 124,3 Atlantsolía, Suðurhö. 124,4 124,3 Orkan, Óseyrarbraut 124,3 124,2 ÓB, Fjarðarkaup 124,4 124,3 ÓB, Melabraut 124,4 124,3 Skeljungur, Rvk.vegi 126,2 126,1 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Barmmerki við öll tækifæri www.barmmerki.tk Gott gengi skákdeildar Hauka Skádeild Hauka stendur vel að vígi eftir fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem lauk um helgina. A- sveit Hauka er í 3. sæti í 1. deild eftir að hafa leitt deildina fyrstu 2 umferðirnar af 4 sem að tefldar voru um síðustu helgi. B- sveitin er í 2. sæti í 2. deild og á góða möguleika á að komast upp í 1. deild að ári. C sveitin er svo í 5. sæti í 4. deild og á einnig góða möguleika á að færast upp um deild. Skákdeild Hauka sendi 5 sveit - ir til leiks og var aðeins eitt félag sem að sendi fleiri lið til keppni Bólusetning gegn inflúensu er virka daga milli klukkan 11.00 og 16.00 Ekki þarf að panta tíma Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig: Öllum sem orðnir eru 60 ára Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald. Aðrir greiða 600 krónur fyrir bóluefnið auk komugjalds. Fyrirtæki sem panta bólusetningu fyrir starfsfólk sitt þurfa að senda inn nafnalista á: brynja.d.sverrisdottir@fjordur.hg.is eða faxa í númer 540 9420 Frekari upplýsingar eru á vef Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins: www.heilsugaeslan.is að þessu sinni. Taflfélag Reykjavíkur leiðir Íslandsmótið með 3½ vinninga forskoti og A- sveit Hellis er í öðru sæti með jafn marga vinninga og Haukar. Síðari umferðin verður tefld í marsbyrjun. FJÖRÐUR Heilsugæslan Fjörður, Fjarðargötu 13-15 Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er í kvöld, fimmtudaginn 18. október nk. 20 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum Samfylkingarfélags Hafnarfjarðar. Stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði HERBALIFE Sjálfstæðir dreifingaraðilar Rakel 869 7090 Sindri 861 7080 www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Klúður í borgarstjórn Atburðirnir í borgarstjórn Reykja víkur í síðuðstu viku sem leiddu til slits meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálf - stæðisflokks og mynd - un nýs meirihluta undir forustu Dags B. Egg - erts sonar oddvita Sam - fylkingarinnar, einskon ar endurreisn R- list ans, hafa vakið at - hygli landsmanna meira en nokkuð annað að undanförnu. Deil - urnar um framgöngu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um sameiningu útrásarfyrirtækjanna Geys ir Green Energy (GG) og Reykja vík Energy Invest (REI) sem var í eigu OR eru ástæðan fyrir þessum atburðum. Vakið hefur athygli skelegg framganga Svandísar Svavarsdóttur (VG) og hörð viðbrögð Dags B. Eggerts - sonar (SF) ásamt yfirvegaðri og öruggri framkomu Björns Inga Rafnssonar oddvita Framsóknar, á meðan að fulltrúar Sjálf stæðis - flokksins í borgarstjórn hafa virkað óöryggir og ósammála um flesta hluti. Þarna er einhver klaufa gangur að verki. Það sem aftur á móti skiptir sköpum fyrir okk ur Hafnfirðinga er hvað verð - ur um hlut okkar í Hitaveitu Suð - urnesja (HS) er fram líða stundir. Það voru ekki neinar deilur um þá ákvörðun bæjarstjórnar Hafnar - fjarðar um sameiningu Rafveitu Hafn arfjarðar (RH) og HS á sín - um tíma. En síðan hafa skipast veður í lofti. GG (einkafyrirtæki) hef ur fengið að kaupa hlut í HS og síðan hafa GG og REI, fyrir - tæki sem var stofnað af OR, sam - einast og einkaaðilum heimilað að kaupa hlut í því fyrirtæki. REI er svokallað útrásarfyrirtæki Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hans klaufi að verki? Hermann Jónasson Hermann Þórðarson sem ætlað er að taka þátt í áhættu - fjárfestingum erlerndis. Uppi hafa verið hugmyndir um sölu hluts Hafnarfjarðar til OR sem aftur á móti ætlar (eða hefur) selt þennan hlut til einkaaðila. Þessi mál eru of flókin til þess að venjulegt fólk fái skilið þau öfl sem þarna eru að verki. Ég ætla því ekki að reyna að út - skýra þau. En það sem snýr að okkur Hafn - firðingum að þessu leyti er t.d. sá mögu - leiki að RH sem sameinaðist HS geti eftir að HS eða REI hafa verið seld einkaaðilum lent í rass - vas anum á einhverjum kvóta - erfingja eða bankafjárfesti og að við Hafnfirðingar höfum ekki leng ur neitt yfir okkar eigin orku - lindum að segja. Þarna er einnig um að ræða yfirráð yfir orku lind - um okk ar í Krýsuvík og annars stað ar í bæjar landinu. Það er bjarg - föst skoðun undirritaðs að orkulindir eigi að vera í eigu fólks - ins í land inu, ríkisins og sveit ar - félaganna. Ef það er talið fýsilegt að taka þátt í áhættu fjár festingum er lendis með stofnun dóttur fyrir - tækja eins og REI með aðild einka aðila þá á það að vera háð samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Ef við leyfum einka aðil - um að eignast hluti í orku fyr ir - tækjunum þá endar það á einn veg; þessir fjár sterku aðilar eign - ast orkulindirnar og þar með erum við búin að búa til nýtt kvótakerfi fyrir eigendur auðmagns í land inu. Viljum við það? Hver er vilji bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í þessu máli? Hvað ætlast hún fyr ir? Hvað viljum við Hafn firð ingar? Höfundur er fv. flugumferðastjóri. Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Geir Harðarson Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur Krossar Sálmaskrár Duftker Blóm Fáni Gestabók Erfidrykkja Prestur Kirkja Legstaður Tónlist Tilkynningar í fjölmiðla Landsbyggðarþjónusta Líkflutningar

50 ára Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins, varð fimmtugur 16. október sl. Hann verður með opið hús fyrir skemmtilegt fólk á heimili fjöldkyldunnar frá kl. 17 á laugardaginn og fram eftir kvöldi. Nýr haust- og vetrarlisti frá ClaMal ClaMal er kvenfatalisti frá Danmörku og hefur aðallega verið kynntur í heima kynn - ingum en ClaMal er einn ig með verslun að Reykja - víkurvegi 66 í Hafnarfirði. Fötin frá ClaMal eru stíluð fyrir konur 20 ára og eldri í stærðum 36-58. Lögð er áhersla á að bjóða upp á þægi - leg, vönduð en umfram allt flott föt sem hægt er að blanda sam an á óendanlega margan hátt. Hægt er að fá nýja haust og vetrarlistann í verslun ClaMal- Freemans en einnig er hægt að panta listann www.clamal.is og í síma 565 3900. Pöntunarlínan er opin alla daga vikunnar frá kl. 10 til 18. Á mánudaginn, á afmælisdegi FH var undirritaður verk samn - ingur við Ris um byggingu á félagsaðstöðu, nýrri stúku, yfir - bygging á stúku, búningsaðstöðu og lyftingasal. Arkitektastofan Batteríið hannaði húsið en VSB verkfræðistofa sá um verkfræði - hönnun. Þetta er annar verkhluti af þremur en eftir er útboð á bygg - ingu frjálsíþróttahúss. Heildar - Fimmtudagur 18. október 2007 Skrifað undir á afmæli félagsins Brátt byrjað að steypa í Kaplakrika kostnaður verksins er áætlaður um 1,2 milljarður kr. Áætluð verklok á öðrum áfanga, þessum sem nú er að hefj ast, er 15. ágúst 2008 en frjáls íþróttahúsið á að vera tilbúið í febrúar 2009. Í dag er mikið svæði uppgrafið í Kaplakrika og inngangur í íþróttahúsið hefur verið færður vestan við húsið, frá Risanum og bílastæði eru sunnan við húsið. Bæjarstjóri undirritaði samninginn við Ris. FH-ingar fylgjast með. 70 manns á hjólabrettafundi Það voru um 70 manns í Gamla bókasafninu á laugar - daginn þegar Hafnarfjarðarbær boðaði til opins umræðufundar um hjólabrettanotkun. Iðkendur á aldrinum 7-27 ára mættu en einnig foreldrar og annað áhuga - fólk. Fundurinn tókst mjög vel og var mikil ánægja og eftir - vænt ing með að fá úrbætur í hjóla brettaaðstöðu í Hafnarfirði. Margar hugmyndir komu fram en almenn ánægja var með tillög ur starfshópsins. Nú verður unnið úr þeim hugmyndum og athugasemdum sem komu fram á fundinum en starfshópurinn var mjög ánægður með að sókn ina á fundinum og virkni iðk enda í umræðunum eftir kynn ingu hópsins. Hugsað upphátt Er rætt var um mót - væg is aðgerðir ríki - stjórn arinnar var aldrei minnst á fórnir íslenskra sjóm anna eða fiskverka - fólks. Það var ekki einu orði minnst á sjómenn hversu mikið tekjutap þeirra yrði við minnkun fiski kvótans, hvað veldur? Mér finnst það ís lenskri þjóð til skammar að þetta skuli vera skilningur íslenskra stjórnvalda á störfum sjómanna. Ég er sann - færður um að störf sjómanna í gegnum áratugina hafi stuðlað fyrst og fremst að því þjóðfélagi sem við þekkjum í dag. Er þetta þakklætið til þeirra er hafa fórnað öllum sínum kröft um til þeirrar velmegunar er við þekkjum í dag? Það er ekki minnst á að bæta sjómönnum tekju tapið, eiga þeir ef til vill að fara á ríki og sveitarstyrki? Er það þakklætið, fyrir þeirra fram lag til íslensks velferðar - þjóðfélags? Eins og þetta blasir við mér og þeim er aldir eru upp við sjávarbyggðir landsins og þeim er áttu feður er fórnuðu lífi sínu og lögðu líf sitt í hættu, meðal annars á stríðstímum þeir eru bara gleymdir af ríkis stjórn - inni. Nei íslenska ríkisstjórnin ætti að skammast sín fyrir þessar Hafnarborg www.fjardarposturinn.is 7 Jón Kr. Óskarsson svonefndu mótvægis aðgerðir gagn vart íslenskum sjómönnum og fisk - verkarfólki. Manni finnst hinni íslensku ríkisstjórn ekki sjálfrátt í þess - um efnum. Höfundur er flokksstjórnarmaður í Samfylkingunni. Íþróttir Úrslit: Handbolti Konur: Fylkir - Haukar: 18-24 Valur - FH: 35-20 Haukar - Stjarnan: 16-18 Karlar: FH - Haukar 2: 33-23 Haukar - Stjarnan: 30-37 Þróttur - FH: 25-40 Körfubolti Konur: Hamar - Haukar: (miðv.dag) Haukar - KR: 74-71 Næstu leikir: Handbolti 19. okt kl. 19.15, Kaplakriki FH - Selfoss (1. deild karla) 19. okt. kl. 21, Ásvellir Haukar 2 - Þróttur (1. deild karla) 19. okt. kl. 20. Varmá Afturelding - Haukar (úrvalsdeild karla) Körfubolti 19. okt kl. 20, Smárinn Breiðablik - Haukar (1. deild karla) 24. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Fjölnir (úrvalsdeild kvenna) Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í ræðustól. Ökunemandi í árekstri Stúlka í ökukennslu varð fyrir því óláni að stórskemma Benz bifreið ökukennara síns er bifreiðin lenti á framhjóli stórrar vörubifreiðar á FH-torgi sl. fimmtudag. Kennslubifreiðinni var ekið á innri akrein og hugðist beygja inn á Fjarðarhraun er hún lenti á vörubifreiðinni sem var á hægri akrein. Mjög algengt er á þessu hringtorgi að menn virði ekki rétt þeirra sem eru á innri akrein, ekki síst þeirra sem ætla að beygja inn á Bæjarhraunið enda hafa árekstrar þar verið tíðir. STRAUMLAUST Tilkynning til rafmagnsnotenda í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar, vestan lækjar: Vegna lagningar 132 kv strengs í stað loftlínu í Vallarhverfinu, verður straumlaust aðfaranótt föstudagsins 19. október kl. 04.00 í stutta stund. Beðist er velvirðingar vegna truflana sem þetta kann að valda.

8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 555 0888 20% afsláttur gegn framvísun þessa miða á virkum dögum til 1. des. 2007. Taka skal afslátt fram við pöntun Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju Sýning í Sveinshúsi Haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju á 150 ára afmælisári hennar á sunnu - daginn kl. 14. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, messar, Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel og Þóra Björns dóttir verður forsöngv - ari. Við upphaf messu verður nýútgefin Biblía í nýrri þýð - ingu borin inn í kirkjuna. Við lok messu verð ur altaris - taflan,,upprisa eftir Svein Björnsson tekin ofan og mun hún hafa vetursetu í Sveins - húsi. Eftir messunna er boðið til messukaffis í Sveinshúsi en þar stendur yfir sýningin,,sigl - ingin mín. Bindiskrýddar konur á ferð Hann vakti athygli hópur kvenna í Firði á laugardaginn. Þegar betur var að gáð voru konurnar að bíða eftir rútu sem flytja átti þær í skemmtiferð um Suðurlandið. Konurnar eru flestar frá Hafnarfirði en koma einnig frá Stór-Hafnar fjarðar - svæðinu og Suðurnesjum. Hóp - urinn hefur nokkrum sinnum áður farið í slíkar ferðir og ávallt er einhver óvissa um við komu - staði á leiðinni. Ævintýrið hófst í Keflavík en þær hafnfirsku hafa yfirtekið skipulagið og var ekki annað að sjá en þarna færu eldfjörugar bind yndis mann - eskjur. Hjólbarðaþjónusta Hafnarfjarðar hefur opnað að Skútahrauni 9 sími 517 5996 Umfelgun frá kr. 4.800 Kynningartilboð frá kr. 3.900 ef keypt eru ný dekk hjá okkur Milestone Hercules Bridgestone Einnig 10% afsláttur af öllum dekkjum til mánaðarmóta Afmælishátíð Hrafnista Hafnarfirði 30 ára Hrafnista Reykjavík 50 ára Jófríðarstaðir: Á þriðja hundrað mótmæli Á þriðjudaginn var Bjarka Jóhannessyni, skipulags- og byggingarfulltrúa afhent á annað hundrað mótmæli íbúa við Jófríðarstaði á fyrir huguð - um byggingaráformum þar sem skorað var á bæjar yfirvöld að kaupa umrætt land og þróa það í framtíðinni sem opið svæði. Samkvæmt upplýsingum Jóns Guðmars Jónssonar eins af íbúunum í nágrenninu var undirskriftunum safnað með því að ganga í hús í nágrenninu í síðustu viku og banka upp á hjá þeim sem umkringja umrætt svæði. 98% þeirra sem náðist með þessum hætti voru andvígir fyrirhuguðum íbúða - byggingum og var mörgum mikið niðri fyrir. Jón Guðmar Jónsson afhend ir Bjarka Jóhannes - syni undirskriftirnar. Fjarðarpósturinn 0710 Hönnunarhúsið ehf. Afmælishátíð Hrafnistuheimilinna verður haldin sunnudaginn 21. október kl. 14 Í Fjölbrautaskólanum Garðabæ. Kynnir verður Gísli Einarsson, fréttamaður Fólk úr röðum heimilismanna ásamt öðrum sjá um fjölbreytt atriði í dagskránni. Sá elsti sem kemur fram er 100 ára. M.a. verður kórsöngur ljóðalestur kínversk leikfimi einsöngur leikið á sög leikfimi á stólum og fleira. Boðið upp á kaffi og konfekt að dagskrá lokinni. Sýndir verða munir frá vinnustofum. Fiskbúðin 220 Hafnarfirði Lækjargötu S-5655488 Fiskisúpa í hádeginu alla daga Paella og Sushi á föstudögum Allir velkomnir!